A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

Forvarnarstefna handknattleiksdeildar Harđar

Forvarnarstefna handknattleiksdeildar

• Handknattleiksdeild Harðar leggst alfarið gegn neyslu vímuefna og tóbaks í tengslum við íþróttir.
• Sérstaklega skal athuga að áfengis-, tóbaks- og önnur vímuefnanotkun hjá iðkendum yngri en 18 ára er litin mjög alvarlegum augum og verður hart tekið á slíkum málum í samstarfi við forráðamenn iðkenda.
• Öll meðferð hverskonar vímugjafa er stranglega bönnuð í keppnis- og æfingaferðum á vegum félagsins.
• Deildin gerir sér grein fyrir mikilvægu forvarnarhlutverki sínu í tengslum við áfengi, tóbak og önnur vímuefni.
• Handknattleiksdeild Harðar leggur metnað sinn í að virkja alla iðkendur til að stunda heilbrigðan lífsstíl.
• Eldri iðkendur skulu sýna þeim sem yngri eru að heilbrigður íþróttalífsstíll sé mögulegur á unglingsárunum þrátt fyrir freistingar jafningja á menntaskólaárunum.
• Besta forvörnin gegn vímuefnanotkun ungmenna á að vera íþróttaiðkun og á þeim vettvangi stefnir deildin að því að gera vel í hvívetna.


Ef upp kemst um vímuefnanotkun iðkanda handknattleiksdeildar Harðar, yngri en 18 ára, skulu forráðamenn viðkomandi látnir vita. Þjálfari og forráðamenn viðkomandi iðkanda skulu í kjölfarið vinna sameiginlega að réttum farvegi málsins. Í því sambandi þurfa allir aðilar að geta talað saman og vera sanngjarnir í samskiptum. Neysla ólöglegra vímuefna verður aldrei liðin, hvorki hjá þjálfurum né iðkendum deildarinnar.


Hlutverk þjálfara og forráðamanna
 

Þjálfarar skulu vera góðar fyrirmyndir innan vallar sem utan. Þjálfarar skulu framfylgja forvarnarstefnu félagsins. Þjálfarar á vegum handknattleiksdeildar Harðar skulu fræða iðkendur um áhrif áfengis, tóbaks og fíkniefna á heilbrigði þeirra og árangur í íþróttum. Farsælt samstarf þjálfara og forráðamanna iðkenda er mikilvægt og nauðsynlegt.

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón