A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

5. janúar 2013 - Ingvar Örn Ákason

Ćfingar hefjast ađ nýju mánudaginn 7.janúar - allir velkomnir!

Friđrik og Hjalti í einni af fjölmörgum keppnisferđum yngri flokkanna á undanförnum árum
Friđrik og Hjalti í einni af fjölmörgum keppnisferđum yngri flokkanna á undanförnum árum
Mánudaginn 7.janúar 2013 hefjast æfingar að nýju hjá yngri flokkum handknattleiksdeildar Harðar skv. æfingatöflu félagsins.

Framundan eru margar æfingar, stuðningur við Ísland á HM á Spáni, heima- og útileikir hjá elstu flokkunum, túrneringar hjá yngri flokkum og tilheyrandi ferðalög. Fyrstu heimaleikir nýs árs fara fram laugardaginn 12.janúar og sunnudaginn 13.janúar þegar Hörður1 og Hörður2 fá Aftureldingu í heimsókn. Lið 2 leikur á laugardeginum kl. 15:30 og lið 1 leikur á sunnudeginum kl. 14:00.

2.flokkur leikur svo sinn fyrsta heimaleik á nýju ári laugardaginn 19.janúar kl. 14:00. 

Fylgjumst vel með púkunum okkar vaxa og dafna á næstu misserum og styðjum liðin okkar þegar tækifærin gefast til þess. 

Hvetjum jafnframt alla sem vilja koma og prófa handboltann að kíkja á æfingar, stelpur jafnt sem stráka. Kostar ekkert að mæta, prófa og sjá hvort íþróttin og góður félagsskapurinn heilli.

Áfram Hörður!
24. desember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Gleđileg jól

Handknattleiksdeild Harðar óskar iðkendum, aðstandendum og stuðningsmönnum félagsins gleðilegra jóla og þökkum liðnar stundir það sem af er vetri. Við vonum að allir nái að njóta tíma kærleiks og friðar í faðmi fjölskyldu og vina.


Nú eru flokkar félagsins í kærkomnu jólafríi en allir flokkar mæta ferskir til leiks í upphafi nýs árs.

Bestu jólakveðjur,
handknattleiksdeild Harðar!

18. desember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Lćrdómsríkur bikarleikur síđastliđinn föstudag

Nokkrir leikmenn 4.flokks sjást hér í baráttunni á jólamótinu
Nokkrir leikmenn 4.flokks sjást hér í baráttunni á jólamótinu
4.flokkur Harðar lék síðastliðinn föstudag sinn síðasta leik á þessu ári. Um var að ræða leik gegn sterku liði Fram1 sem leikur á Íslandsmóti 97 árgangs en okkar lið leikur á Íslandsmóti 98 árgangsins Vitað var fyrirfram að um erfitt verkefni yrði að ræða en þegar allt kemur til alls er þetta bara handboltaleikur í 50 mínútur og með réttu hugarfari og baráttu er allt hægt.

Heimamenn mættu nokkuð dofnir til leiks en um miðbik fyrri hálfleiks voru Harðverjarnir þó farnir að finna sig í vörninni og sóknin var fín. Staðan eftir tæplega 20 mínútna leik var 7-11, gestunum í vil en flottur leikur í gangi á þeim tímapunkti. Einbeitingarskortur í kjölfarið breytti stöðunni á örfáum mínútum í 8-16 þegar góðir dómarar leiksins, Maron og Jón Hálfdán, flautuðu til hálfleiks.

Heimamenn komu út úr búningsherberginu með kassann út og gerðu sitt besta til að minnka muninn. Framarar voru hins vegar komnir á bragðið og voru staðráðnir í að klára leikinn örugglega. Úr varð að betra liðið vann að þessu sinni sannfærandi sigur. Lokatölur í þessum annars lærdómsríka leik voru 20-37, gestunum úr borginni í hag.

Þetta bikarævintýri var allan tímann bónuskeppni fyrir okkar menn enda er deildin í fyrirrrúmi þar sem Hörður1 leiðir deildina og hefur liðið unnið alla sex leiki sína og með yfirburðarmarkatölu á toppnum. Hörður2 hefur unnið einn leik og stefna leikmenn þar ótrauðir að því að halda áfram að bæta sig, sem þeir hafa jú gert með hverjum leiknum sem er lykilatriði. Liðstjórn að þessu sinni var í höndum Dags, Lenu og Axels, sem sáu um að aðstoða þjálfarann á bekknum í þessu verkefni.

Markaskorarar Harðar í bikarleiknum gegn Fram: Daníel Agnar 7, Gísli Jörgen 5, Friðrik Þórir 4, Hjalti Hermann 2, Pétur 2. Jens varði vel í markinu og tók nokkrum sinnum bolta úr algjörum dauðafærum gestanna.

Nú er liðið komið í kærkomið jólafrí og við tökum árið 2013 með trompi. 4.flokkur Harðar þakkar fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða og óskar stuðningsmönnum liðsins gleðilegra jóla.

Ein heild. EItt lið Hörður. 
14. desember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Glćsilegt jólamót Harđar

Ţátttakendur sýndu gleđi sína í mótslok enda allir sćlir og kátir međ jólagjöfina!
Ţátttakendur sýndu gleđi sína í mótslok enda allir sćlir og kátir međ jólagjöfina!
Árlegt jólamót Harðar með mjúkboltafyrirkomulagi fór fram fimmtudaginn 13.desember. Mynduð voru 8 blönduð lið úr öllum flokkum og léku öll liðin í einni deild þar sem allir léku við alla. Eftir 28 magnaða leiki sem innihéldu mörg frábær tilþrif, sóknarlega jafnt sem varnarlega, var riðlakeppnin á enda.

Við tóku magnaðir úrslitaleikir þar sem 3 af 4 leikjum á því stigi málsins enduðu í vítakastkeppni. Gleðin réð ríkjum og skipti litlu máli hver vann þó að spilað hafi verið til sigurs í hverjum einasta leik hjá hverjum einasta leikmanni. Í mótslok fengu allir þátttakendur og iðkendur Harðar jólagjöf frá félaginu sem var frábær kennsludiskur þeirra Bjarna Fritzsonar og Sturlu Ásgeirssonar. Diskurinn ber það merka nafn: Frá byrjanda til landsliðsmanns.

Eins og sjá má á myndunum sem Hrafn Snorrason tók og finna má á facebook-síðu Harðar skein gleðin úr hverju andliti og mikil stemmning myndaðist í þessu skemmtilega móti okkar. Hér er svo beinn hlekkur á myndaalbúmið!

Hér að neðan má svo sjá gang mála í úrslitaleikjunum:

7.-8.sæti: GOG vann Hörð 17-10
5.-6.sæti: Kiel vann Flensburg í vítakastkeppni
3.-4.sæti: Fuchse Berlin vann Hamburg í vítakastkeppni
1.-2.sæti: Atletico Madrid vann RN Löwen í vítakastkeppni

Við minnum á bikarleik 4.flokks í dag, föstudag, kl. 18:00 í Torfnesi! Allir að mæta og styðja liðið áfram svona rétt fyrir mesta jólastússið. 

Ein heild. Eitt lið. Hörður!
12. desember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Uppröđun liđa á jólamótinu!

Uppröðun liða fyrir jólamótið sem hefst kl. 14:30 á morgun er klár (mæta kl. 14:00 og setja upp velli)! Liðin eiga (helst, ef ekkert finnst heima, þá reddum við vestum) að mæta í sínum litum (bolur eða peysa) en liðin og litirnir eru eftirfarandi:


Flensburg (GRÆNN): Ívar Atli 2.fl, Hjalti og Patrekur 4.fl., Ísak 5.fl. og Jakob 6.fl.
RN Löwen (RAUÐUR): Jóhann Mar 2.fl, Lena og Pétur 4.fl, Birkir og Steini 5.fl, Þráinn 6.fl.
Kiel (HVÍTUR): Jóhann Gunnar 2.fl, Gísli og Aðalsteinn 4.fl, Hreinn 5.fl, Þórður og Helgi 6.fl.
Fuchse Berlin (GULUR): Finnbogi 2.fl, Daníel, Friðrik og Vilmar 4.fl, Andri 5.fl og Kristófer 6.fl.
Hörður (BLÁR): Hákon Elí 2.fl, Jens og Eggert 4.fl, Hákon 5.fl, Ívar Bjarki og Ívar 6.fl.
GOG (SVARTUR): Alex Rafn 2.fl, Baldur og Jakob 4.fl, Jón Ómar og Björn Dagur 5.fl, Gummi 6.fl.
Hamburg (GRÁR): Óli Njáll+Hjálmar 2.fl, Dagur og Sigþór 4.fl, Elías Ari 5.fl, Ásgeir og Ásthildur 6.fl.
A. Madrid (BRÚNN): Axel 2.fl, Arnór og Hilmar 4.fl, Kjartan og Bjarni 5.fl, Davíð 6.fl.


Leiknar verða 7 umferðir þar sem allir leika við alla. 4 leikmenn eru inni á vellinum í einu og elstu leikmenn stjórna frjálsum skiptingum í hverjum leik. Hver leikur stendur yfir í 6 mínútur. Góða skemmtun :)


Áfram Hörður!

11. desember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Jólamót og bikarleikur

Mynd frá fyrsta jólamótinu
Mynd frá fyrsta jólamótinu
Skemmtilegt árlegt jólamót félagsins með mjúkboltafyrirkomulagi verður haldið fimmtudaginn 13.desember frá kl. 14:30-17:20. 8 blönduð lið þar sem 1-2 úr öllum flokkum mynda hvert og eitt lið. Í leikslok fá þátttakendurnir allir (þurfa að vera skráðir iðkendur) jólagjöf frá félaginu.


Foreldrar, systkini og aðrir velunnarar hvattir til að koma og kíkja á mótið og hvetja flotta iðkendur félagsins til dáða. Hver veit nema foreldrar fái að skipa 1-2 lið á næsta móti sem haldið verður eftir áramót :)


Fjörið heldur svo áfram á föstudag kl. 18:00 þegar 4.flokkur Harðar leikur bikarleik gegn frábæru liði Fram en þetta er síðasti leikur ársins. Nóg um að vera framundan, allir að fylgjast með og kíkja á okkur í Torfnesi á fimmtudag og föstudag.


Við höldum úti 2 liðum á Íslandsmóti 1998 árgangs með leyfi til að spila þremur leikmönnum fæddum 1997 þar sem við höldum ekki úti 1997 árgangs liði. Liðið sem við mætum er hins vegar nær eingöngu skipað leikmönnum fæddum 1997 og þeir keppa á Íslandsmóti eldri drengja. Þetta verður því erfiður en í senn skemmtilegur leikur. Frítt inn! Við vonumst til að sjá sem flesta á pöllunum að hvetja liðið okkar áfram en sigurvegarar leiksins mæta firnasterku liði ÍBV í næstu umferð.

Áfram Hörður!

2. desember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Flottur handboltaţríleikur

Mynd af hópnum fyrir 2 árum síđan, margt vatn runniđ til sjávar síđan. Vilmar Ben tók myndina.
Mynd af hópnum fyrir 2 árum síđan, margt vatn runniđ til sjávar síđan. Vilmar Ben tók myndina.
Heilmikill handboltaþríleikur fór fram í Torfnesi þennan sunnudaginn sem var vitanlega fyrsti í aðventu. 4.flokkur Harðar lék þrjá skemmtilega leiki á Íslandsmótinu en þetta voru síðustu deildarleikir ársins 2012. Lið 1 vann báða leiki sína á meðan lið 2 spilaði hörkuleik gegn gestunum úr Grafarvoginum en beið að lokum lægri hlut í flottum leik.

Hörður1 31-24 Fjölnir2 (13-9)

Harðverjar voru lengi í gang í þessum leik enda ekki þekktir fyrir að vera góðir að morgni til. Ætlunin var þó að bæta úr skák að þessu sinni en það tókst ekki jafn vel og til stóð. Fjögurra marka forysta í hálfleik, 13-9, varð þó niðurstaðan og leikmenn ætluðu að gera enn betur í þeim síðari. Lokatölur eftir ágætan 50 mínútna leik urðu 31-24, heimamönnum í vil.

Jens átti að venju góðan leik í markinu og varði 17 skot sem gerir 41% markvörslu.

Markaskorarar Harðar1 gegn Fjölni2: Gísli Jörgen 7, Hjalti Hermann 6, Jakob Jóhann 6, Friðrik Þórir 4, Eggert Karvel 4, Pétur 4. Hreinn Róbert, sem spilar upp fyrir sig, stóð sig vel en var ekki beint með skotræpu í þessum leik en stóð sig vel venju samkvæmt sem liðsmaður heildarinnar.

Hörður2 26-33 Fjölnir2 (13-19)

Liðsmenn Harðar2 spiluðu vel sóknarlega í fyrri hálfleiknum fyrir utan nokkra tæknifeila (sendingar, skref, tvígrip osfrv.). Sóknaraðgerðirnar gengu vel þar sem innleysingar hornamanna voru í hávegum hafðar. Varnarleikurinn gekk þó erfiðlega og liðið fékk allt of mörg mörk á sig á fyrstu 25 mínútunum en hálfleikstölur voru 13-19, Grafarvogsbúum í hag. Síðari hálfleikurinn var mun betri og á flottum lokakafla þegar rúmar 5 mínútur lifðu leiks leit út fyrir að leikurinn yrði afar spennandi á lokasekúndunum. Heimamenn náðu þó ekki að klára dæmið og leikurinn endaði með 7 marka tapi, 26-33. Leikmenn mega þó eiga það, sem er jú mikilvægast í þessu, að liðið bætti sinn leik, varnarlega og sóknarlega frá fyrri viðureign liðanna í höfuðborginni fyrir skömmu síðan.

Sérstaklega var gaman að sjá nýjasta liðsmann Harðar, Julo Thor, standa sig gríðarlega vel og eiga sinn besta leik í Harðarbúningnum. Drengurinn hefur bætt sig heilmikið á örfáum vikum. Annar einstaklingur sem hefur einnig bætt sig mikið og sýndi það í dag að honum eru allir vegir færir í þessu er Vilmar Ben sem sýndi á sér nýjar hliðar í leikjum dagsins. Annars er liðsheildin góð og allir að hlaupa í sömu áttina sem er jákvætt og þannig bæta allir sig sem mest. Fyrirliðinn Dagur leiddi sóknarleikinn að venju með 10 skoruðum mörkum og eflaust jafn mörgum sem hann bjó til með markvissum sóknaraðgerðum og eitruðum línusendingum.

Jón Ómar, sem leikur vanalega sem útileikmaður í 5.flokki, var að venju í marki Harðar2 og spilaði vel, sérstaklega í síðari hálfleik. Jón Ómar varði 16 bolta sem gerir 33% markvörslu.

Markaskorarar Harðar2 í gegn Fjölni2: Dagur 10, Julo Thor 6, Vilmar Ben 3, Arnór Gísli 2, Baldur 2, Sigþór 2, Hilmar Adam 1. Lena, Patrekur og Aðalsteinn stóðu sig einnig vel en komust ekki á blað í þessum leik.

Hörður1 43-18 Hörður2 (21-7)

Lokaleikur dagsins var innbyrðisleikur liðanna okkar en liðin leika í sömu deild Íslandsmótsins sem er spennandi, skemmtilegt og í senn sérkennilegt. Leikmenn fengu margir að spreyta sig í nýjum stöðum og Daníel Agnar kom ferskur inn í sínum fyrsta leik í vetur fyrir Hörð1 en hann er mjög fjölhægur og efnilegur handboltaleikmaður. Hálfleikstölur voru 21-7, „heimamönnum" í vil og lokatölur 43-18 í stað 44-18 eftir að liðsmenn Harðar1 vildu fá mark Friðriks dæmt gott og gilt þegar hann skoraði nokkrum andartökum eftir að flautið gall úr vallarklukkunni góðu. Eftir samráð dómara, tímavarðar og yfirþjálfara Harðar var það ljóst að markið stóð ekki enda 25 marka sigur meira en fínt. Liðin mætast aftur á nýju ári en hvert lið leikur heima og að heiman gegn öllum liðum deildarinnar.

Jens varði 20 skot fyrir Hörð1 gegn samherjum sínum en það gerir frábæra tölfræði upp á 53% markvörslu. Jón Ómar og Lena vörðu sín 5 skot hvort í marki Harðar2 og Julo og Sigþór vörðu 3 skot hvor um sig en eins og áður er bent á fengu leikmenn að prófa sig í ýmsum stöðum vallarins sem undir hefðbundnum kringumstæðum hefði ekki verið leyft. Samanlögð markvarsla markvarða Harðar2 í leiknum var 27%.

Markaskorarar Harðar1 í leiknum: Daníel Agnar 11, Friðrik Þórir 7, Eggert Karvel 6, Hjalti Hermann 6, Gísli Jörgen 6, Jakob Jóhann 4, Hreinn Róbert 2 og markmaðurinn Jens Ingvar 1 en hann fékk að taka vítakast á lokaspretti leiksins. Pétur fyrirliði hvíldi í þessum leik og því var varafyrirliðinn Friðrik með ímyndaða bandið að þessu sinni.

Markaskorarar Harðar2 í leiknum: Dagur 6, Vilmar Ben 3, Julo Thor 3, Arnór Gísli 2, Sigþór 2, Hilmar Adam 2. Lena, Patrekur, Aðalsteinn og Baldur komust ekki á blað í þessum leik en prófuðu hinar ýmsu stöður í þessu verkefni.

Sævar banki og Atli íþró dæmdu fyrsta leikinn og gerðu það með stakri prýði. Sævar dæmdi svo með Salmari markmanni í öðrum leiknum en það var frumraun Salmars með flautuna. Feilspor steig hann varla og ekki heldur í lokaleiknum þar sem tveir óreyndir flautuðu saman, hann og týndi sonurinn Ásgeir Hinrik. Þeir eru efnilegt dómarapar og gaman að sjá Salmar það kröftugan að gefa undirrituðum 2ja mínútna brottvísun á bekkinn fyrir litlar sakir. Mjög jákvætt að sjá svona góða dómara á heimaleikjunum okkar sem sýnir hvað við eigum öflugt fólk í okkar röðum. Axel Sveinsson aðstoðarþjálfari var liðunum til halds og trausts í dag.

Eftir leiki dagsins er það ljóst að Hörður2 hefur leikið 5 leiki á Íslandsmótinu veturinn 2012-2013, unnið einn og tapað fjórum, sem er alls ekkert alslæmt og margir góðir kaflar að baki. Köflunum mun fjölga á nýju ári og verða lengri, það er ljóst. Hörður1 leiðir deildina og er ósigrað í fyrstu sex leikjum sínum með markatöluna 200-112, eða 88 mörk í plús. Liðið er á góðri leið og leikmenn beggja liða eru að bæta sig með hverjum leiknum. Svo má ekki gleyma því sem er jú mikilvægast í þessu öllu saman sem er að iðkendur njóta þess að æfa og spila handbolta saman í góðum hópi góðra félaga.

Ein heild. Eitt lið. Hörður!
30. nóvember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Handboltaveisla á sunnudag

Viđ skorum hér međ á Simba kafara ađ mćta!
Viđ skorum hér međ á Simba kafara ađ mćta!
Sunnudaginn 2.desember mun 4.flokkur Harðar halda uppi fjörinu í Torfnesi. Bó Hall og co hita upp í húsinu á laugardagskvöldinu en sunnudagurinn verður undirlagður fyrir síðustu Íslandsmótsleiki Harðar á þessu fína ári 2012.

Hörður1 og Hörður2 leika í sömu deild í 4.flokki og munu því mætast í innbyrðis um helgina ásamt því að bæði liðin leika gegn Fjölni2. Hörður2 beið lægri hlut gegn Fjölni2 í síðustu keppnisferð og eru leikmenn staðráðnir í að bæta sinn leik. Hörður1 leiðir deildina og er liðið enn ósigrað í fyrstu fjórum leikjum sínum. Harðarliðin léku æfingaleik innbyrðis á síðustu æfingu þar sem leikar enduðu jafnir og má því búast við hörkuleik um helgina.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn, enda frítt inn að venju og við lofum heilmiklu fjöri allan sunnudaginn næsta.

Sunnudagurinn 2.desember 2012 í Torfnesi:

Hörður1-Fjölnir2 kl. 11:00
Hörður2-Fjölnir2 kl. 13:00
Hörður1-Hörður2 kl. 15:00 

Allir á völlinn, áfram Hörður! 
27. nóvember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Bikarćvintýriđ var stutt ađ ţessu sinni en skemmtunin til stađar

Bankastjórinn á góđri stundu
Bankastjórinn á góđri stundu
Bikarævintýri Harðar í meistaraflokki var ekki langlíft að þessu sinni og tap gegn spræku 1.deildarliði Þróttar varð raunin. Lokatölur leiksins voru 18-35 og var lykilatriði að njóta leiksins og augnabliksins, sem flestir gerðu og mátti sjá bros á andlitum áhorfenda og leikmanna. Haft var eftir einum leikmanni Þróttar að menn hafi ekki vitað hvað biði þeirra í sókninni þegar þeir kæmust inn fyrir punktalínu gegn hörðustu 6-0 vörn sem sést hefur á parketinu í háa herrans tíð enda ekkert grín að sjá stælta líkama Harðverjanna brjótast út í þröngum og flottum lánsbúningum frá BÍ/Bolungarvík. Svo var ekkert grín fyrir Þróttarana að hamra framhjá bankastjóranum í búrinu, smá Gummi Hrafnkels í gangi þar á bæ.

Einar gröfukarl, Lalli boxari, Atli íþróttakennari, Gísli á Öldunni, Hákon matsölustaðagagnrýnandi, Sævar Landsbankastjóri, króatískur frændi Ivano Balic og Maron slökkviliðsmaður voru í kempuhlutverki síðastliðið föstudagskvöld. Til að fylla upp í skemmtilega mannað lið voru fengnir leikmenn 2.flokks sem léku sinn leik gegn Þrótti á Íslandsmótinu nokkrum andartökum áður en bæði liðin innihéldu skemmtilega blöndu af yngri og heldri leikmönnum.

Skemmtunin var í fyrirrúmi í þessum bikarleik og eru leikmenn staðráðnir í að hafa enn meira gaman í bikarævintýri næsta vetrar sem færir liðinu vonandi bikarsigur og langlífara ævintýri. Undirritaður hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni taka fram skó sína í næsta ævintýri enda langþráður draumur hans að spila við hlið GJK í Harðartreyju.

Leikur 2.flokks, sem leikinn var á undan bikarleiknum, náði aldrei þeim hæðum sem ætlast var til. Staðan í hálfleik var 5-16, gestunum í vil og má segja að leikurinn hafi í raun verið búinn eftir einungis 30 mínútur en leikmenn Harðar hættu of fljótt í þessu verkefni. Örlítið meiri barátta var til staðar í síðari hálfleiknum sem endaði 15-17 og þar af leiðandi voru lokatölur 20-33. Harðverjarnir okkar þurfa að rífa sig upp fyrir næstu verkefni og leika með ögn meira stolti en næsti leikur liðsins verður á nýju ári.

Áfram Hörður!
21. nóvember 2012 - Ingvar Örn Ákason

Bikarkeppni HSÍ og 2.flokkur á föstudag

H
H
Næsta föstudagskvöld leikur meistaraflokkur Harðar í 32-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Komist liðið áfram mun liðið leika í 16-liða úrslitum ásamt öðrum hákarlaliðum Íslands. Nokkrar kempur leika með meistaraflokki ásamt leikmönnum 2.flokks. Áhorfendur mega búast við flugeldasýningu þar sem Maron og Sævar munu eflaust sprikla á parketinu ásamt Gísla á Öldunni, Atla Rúnars, Lalla Boxara, Hákoni Óla á N1 osfrv. Þetta verður sprengja.

Á undan meistaraflokksleiknum leikur 2.flokkur á Íslandsmótinu en bæði liðin leika gegn Þrótti. Drengirnir hafa verið að bæta sig að undanförnu og vonandi kemur sigur í hús bráðum. Stuðningur áhorfenda gæti skipt sköpum að þessu sinni. Gerum þetta að góðu handboltakvöldi og styðjum bæði liðin til sigurs.

Föstudagurinn 23.nóvember

Hörður-Þróttur í 2.flokki karla kl. 18:00
Hörður-Þróttur í meistaraflokki karla kl. 20:00

Frítt er inn á leik 2.flokks en það kostar litlar 500 krónur fyrir fullorðna á bikarleikinn.

Allir á völlinn, áfram Hörður! 
Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón