A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

22. ágúst 2013 - Ingvar Örn Ákason

Ćfingar hefjast 1.september - frítt ađ prófa

Alltaf mikil Harđargleđi :)
Alltaf mikil Harđargleđi :)
Æfingar allra flokka hefjast skv. nýrri æfingatöflu þann 1.september næstkomandi. Taflan verður aðgengileg í næstu viku hér á vefnum sem og á facebook-síðu félagsins.

Við væntum þess að allir séu spenntir að koma inn í hús á parketið góða í Torfnesinu eftir langt og gott sumarfrí. Á æfingar munu snúa aftur allir þeir sem hafa æft hjá okkur síðastliðin ár og svo viljum við endilega fá enn fleiri ný andlit. Stelpur mega ekki vera feimnar við að prófa og það geta allir krakkar á aldrinum 10-20 ára æft hjá okkur - frítt að prófa og svo er æfingagjöldum haldið í lágmarki en keppnisbúningur félagsins er innifalinn í gjaldinu. Við munum halda áfram uppteknum hætti frá fyrra tímabili og fá A-landsliðsmenn í heimsókn, karla og kvenna.

Stelpur. Strákar. Reyndir. Óreyndir. Það skiptir engu máli hversu mikið þú getur í handbolta, um að gera að prófa - frítt. Við hjá Herði leggjum líka ríkulega áherslu á að allir skemmti sér og að það sé gaman að læra eitthvað nýtt og gaman að bæta sig. Galdurinn er sá að þetta snýst að mestu leyti um að skemmta sér með félögunum og að vera hluti af hópi en handboltaiðkun gefur öllum góðan félagsskap.

Ein heild. Eitt lið. Hörður!
3. júní 2013 - Ingvar Örn Ákason

Lokahóf Harđar ţriđjudaginn 4.júní kl. 18:00

Hér má sjá ţá handboltakrakka sem fengu verđlaun á lokahófinu í fyrra
Hér má sjá ţá handboltakrakka sem fengu verđlaun á lokahófinu í fyrra
Knattspyrnufélagið Hörður heldur lokahóf sitt fyrir veturinn 2012-2013 á morgun, þriðjudaginn 4.júní, kl. 18:00 hjá íþróttahúsinu Torfnesi þar sem stefnan er að grilla ofan í iðkendur og foreldra.

Glíman og handboltinn heiðra nokkra af sínum iðkendum fyrir ástundun, framfarir og árangur vetrarins sem nú er nýlokið. Við vonumst til að sjá sem allra flesta iðkendur sem og forráðamenn á svæðinu til að gera sér glaða klukkustund eða svo, öll saman.

Sjáumst hress.

Ein heild. Eitt lið. Hörður! 
29. maí 2013 - Ingvar Örn Ákason

Handboltaskóli HSÍ - 3 flottir Harđverjar mćta til leiks

Hreinn Róbert fer í handboltaskólann um helgina
Hreinn Róbert fer í handboltaskólann um helgina
« 1 af 3 »
HSÍ stendur árlega fyrir handboltaskóla fyrir eldra ár 5.flokks. Hvert félag má senda 4 fulltrúa af hvoru kyni til leiks og að þessu sinni fara 3 vaskir piltar (forföll orsaka það að við náum ekki að senda fjóra) fæddir árið 1999 frá Herði á þessa flottu fjögurra æfinga handboltahelgi sem fram fer dagana 31.maí-2.júní næstkomandi.

Von okkar er að næsta vetur náum við að senda 8 leikmenn á þessa helgi þegar 2000 árgangurinn fer en þá myndum við senda 4 pilta sem fæddir eru árið 2000 og svo vonandi 4 stúlkur líka en mikið er lagt upp úr því að fá fleiri stelpur inn í starfið á næstunni.

Æfingar handboltaskólans fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjórar eru unglingalandsliðsþjálfarar og svo koma landsliðsmenn og konur í heimsókn og spjalla við krakkana. Mjög flott framtak sem hefur verið í gangi síðastliðin 20 ár hjá handknattleikssambandinu.

Í lok helgarinnar er öllum 160 þátttakendunum handboltaskólans boðið á leik Íslands og Tékklands um laust sæti á HM kvenna, sem fram fer í Vodafone-höllinni 2.júní kl. 16. Hreinn Róbert, Elías Ari og Andri Fannar munu án efa njóta þess að taka þátt í þessu flotta verkefni.

Heimasíðan mun taka piltana tali um helgina og fylgjast með gangi mála.

Þangað til næst.

Áfram Hörður!
22. maí 2013 - Ingvar Örn Ákason

HSÍ heimsóknin gekk framar vonum - vel gert stelpur

Heimsókn landsliðskvenna og unglingalandsliðsþjálfara yfir hvítasunnuhelgina gekk framar vonum. Hrafnhildur Skúladóttir og Hildigunnur Einarsdóttir voru fulltrúar A-landsliðs kvenna, glæsilegir sendiherrar þar á ferð. Jón Gunnlaugur Viggósson og Halldór Stefán Haraldsson mættu með í för en þeir sinna starfi unglingalandsliðsþjálfara kvenna.

Saman mynduðu þau frábært teymi sem hélt utan um tvær flottar æfingar, annars vegar á laugardag fyrir Eurovision og svo á sunnudag fyrir fermingar. Aldursbilið á æfingunum var allt frá yngstu bekkjum grunnskólans yfir í elstu bekki menntaskólans - enda voru allir velkomnir. Þátttakendur voru af báðum kynjum eins og til stóð og markmiðið var að kynna íþróttina fyrir enn fleiri stelpum en áður hefur verið gert.

Allir þátttakendur helgarinnar fengu handboltabol að gjöf og auk þess völdu fulltrúar HSÍ sem sáu um æfingarnar einn strák og eina stelpu sem voru hvað duglegust yfir helgina og fengu þessir tveir krakkar að launum notaðar landsliðstreyjur af Arnóri Atlasyni og systur hans Þorgerði Önnu Atladóttur, glæsileg gjöf það!

Handknattleiksdeild Harðar leggur mikinn metnað í að halda úti kvennastarfi innan sinna vébanda og því var frábært að sjá þær duglegu stelpur sem komu og prófuðu um helgina. Næsta vetur er stefnt að því að vera með æfingar fyrir stelpur á grunnskólaaldri í það minnsta og vonandi náum við að setja fram 1-2 lið sem fá þá tækifæri á að keppa gegn jafnöldrum sínum á landsvísu. 

Við minnum að lokum á að æfingar halda áfram á virkum dögum samkvæmt æfingatöflu út mánuðinn og svo taka við sumaræfingar sem verða með öðru sniði. Lokahóf Harðar verður haldið hátíðlegt um mánaðamótin og verður auglýst betur síðar.

Áfram Hörður! 
17. maí 2013 - Ingvar Örn Ákason

Handboltaćfingahelgi - FRÍTT fyrir alla

Hrafnhildur Skúladóttir landsliđskona og margfaldur Íslandsmeistari međ Val mćtir á svćđiđ til ađ kenna stelpum og strákum á ţessi helstu trikk í íţróttinni
Hrafnhildur Skúladóttir landsliđskona og margfaldur Íslandsmeistari međ Val mćtir á svćđiđ til ađ kenna stelpum og strákum á ţessi helstu trikk í íţróttinni
Núna um helgina fara fram æfingar í Torfnesi undir handleiðslu landsliðskvenna (meðal þeirra sem mætir er Hrafnhildur Skúladóttir) sem og unglingalandsliðsþjálfara í íþróttinni. Hörður og HSÍ bjóða upp á þessar æfingar í sameiningu og ekkert kostar að taka þátt. Um að gera að mæta og sjá hvað er í boði óháð því hvort viðkomandi æfi handbolta nú þegar eða ekki - og í kjölfarið er engin skuldbinding á að halda áfram eftir námskeiðið.

Markmið verkefnisins, bæði hjá HSÍ og Herði, er að leyfa enn fleirum að prófa handboltann sem okkur hefur tekist ágætlega til að byggja upp hér fyrir vestan og eins er markmiðið að fá enn fleiri stelpur inn í starfið. Þess vegna fáum við nokkrar landsliðsstelpur sem geta sagt frá sinni reynslu með félagsliðum og svo frábærum árangri með A-landsliði kvenna sem hefur náð að komast inn á undanfarin stórmót.

Þannig að við hvetjum alla krakka og unglinga á svæðinu til að vera með en æfingarnar verða á laugardag og sunnudag:

Laugardagur 18.maí kl. 16:00-18:00 (svo fara allir að horfa á Eyþór Inga í Eurovision).
Sunnudagur 19.maí kl. 09:00-12:00 (svo komast allir ferskir í fermingar). 

ATH. vegna leiks BÍ/Bolungarvíkur á Torfnesvelli á laugardag verða klefarnir í notkun og biðjum við því alla sem ætla að mæta og vera með að mæta tilbúin í íþróttafatnaði og taka þá bara skó með sér til að reima á sig inni í salnum fyrir æfinguna!

Allir að kíkja og fá skólafélaga sína, vini, vinkonur, frændur og frænkur til að prófa og vera með. Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir.

Áfram Hörður og sjáumst hress í Torfnesi um helgina!
13. maí 2013 - Ingvar Örn Ákason

Flott handboltanámskeiđ HSÍ um nćstu helgi í Torfnesi - frítt og opiđ öllum

Simbi í Hafnarbúđinni mćtir, hvađ međ ţig?
Simbi í Hafnarbúđinni mćtir, hvađ međ ţig?
Næstu helgi fer fram handboltanámskeið á vegum HSÍ í íþróttahúsinu Torfnesi. Námskeiðið er FRÍTT og opið ÖLLUM, algjörlega óháð því hvort viðkomandi æfi handbolta eða ekki.

Tilvalið að mæta og fá flottar og skemmtilegar æfingar undir handleiðslu þjálfara kvennalandsliðsins ásamt nokkrum flottum landsliðsstelpum.

Nánari útlistun á tímasetningum og fleira verður gefið út fyrir helgina og auglýst í grunnskólum Ísafjarðar og Bolungarvíkur.


Hvetjum alla krakka og unglinga til að kíkja við og prófa og sérstaklega hvetjum við stelpur á öllum aldri að vera með enda leggjum við ríka áherslu á að handboltastarfið sem við vinnum sé ætlað báðum kynjum!


Þú tapar engu á að prófa ;) Endilega mættu og fáðu 1-2 vini/vinkonur til að koma með :)


Áfram Hörður!

29. apríl 2013 - Ingvar Örn Ákason

5.flokkur lék á flottu móti FH-inga í Kaplakrika

Hákon Ernir, Jón Ómar og Ísak Andri sáttir í KR-heimilinu ađ leik loknum
Hákon Ernir, Jón Ómar og Ísak Andri sáttir í KR-heimilinu ađ leik loknum
Lokamót 5.flokks fór fram um nýliðna helgi í Kaplakrika í Hafnarfirði en FH-ingar héldu það góða mót. Sumardagurinn fyrsti var nýttur í það að spila okkar deild og því var haldið suður á miðvikudagskvöldi. Stærstur hluti hópsins fór keyrandi með Jónasi fararstjóra en þrír leikmenn fóru fljúgandi með Ingvari þjálfara.

Eftir fínan svefn á Farfuglaheimili í Laugardal hélt hópurinn til sunds að morgni sumardagsins fyrsta og því næst var haldið í Digranes HK-inga þar sem planaður var æfingaleikur með Hákoni Bridde og félögum í flottu liði HK. Planið var að nýta þennan tíma til að slípa liðið fyrir lokamótið sem fór fram síðari hluta þessa fína sumardags.

Harðarliðið lék fjóra leiki á mótinu gegn ÍR, Fylki, Aftureldingu og Haukum og því miður varð einungis einn þeirra spennandi (gegn Fylki) en hinir voru erfiðari. Liðið náði sér aldrei á strik fyrir utan frammistöðu Ísaks í markinu en hann stóð sig frábærlega á lokamóti sínu með Herði (í bili í það minnsta). Hann skoraði m.a. úr eina víti okkar á mótinu sem var einmitt til að kóróna frammistöðu hans í markinu. Stemningin eftir mótið var fín þrátt fyrir stigaleysi liðsins og leikmenn setja þetta mót í reynslubankann ásamt öllum hinum. Áherslan er enn lögð á að halda uppi góðri stemningu innan liðsins og að liðsheildin sé í hávegum höfð. Fögn Andra í lokaleiknum og pepp/öskurhringurinn sem tekinn var fyrir hvern einasta leik sýndu að gleðin var í það minnsta til staðar sem er verulega jákvætt og framar mörgu öðru.

Töffararnir þrír sem flugu með undirrituðum voru mættir á undan hinum suður og því var ákveðið að halda á flottan körfuboltaleik á milli KR og Keflavíkur í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna. Þar var Harðarpúkunum auðvitað boðið í börger og svo á leikinn af flottum formanni körfuknattleiksdeildar KR, Böðvari Guðjónssyni. Fréttamyndin er einmitt af sáttum púkunum sem tekin var eftir leik.

Áfram Hörður!
17. apríl 2013 - Ingvar Örn Ákason

6.flokkspiltarnir glćsilegir deildarmeistarar á sínu fyrsta móti

Stoltir Harđarpúkar ađ móti loknu. Efri röđ frá vinstri: Ásgeir, Guđmundur, Ívar Bjarki, Ţráinn, Georg, Ingvar ţjálfari. Neđri röđ frá vinstri: Ívar Breki, Davíđ, Ţórđur, Helgi, Sindri.
Stoltir Harđarpúkar ađ móti loknu. Efri röđ frá vinstri: Ásgeir, Guđmundur, Ívar Bjarki, Ţráinn, Georg, Ingvar ţjálfari. Neđri röđ frá vinstri: Ívar Breki, Davíđ, Ţórđur, Helgi, Sindri.
« 1 af 2 »
Glæsilegur 6.flokkurinn gerði sér lítið fyrir um síðastliðna helgi og landaði deildarmeistaratitli í sinni fyrstu tilraun á Íslandsmóti. Um var að ræða lokamótið af fimm túrneringum en ákveðið var í upphafi vetrar að okkar drengir færu á eitt mót og þetta mót varð fyrir valinu af nokkrum ástæðum. Mótshaldarar voru Framarar og leikið var í Safamýrinni.


Flokkinn skipa margir flottir piltar sem allir eru á sínu fyrsta handboltaári hjá Herði og því afar skemmtilegt að sjá þá taka stolta og glaða við sigurverðlaunum í lok móts. Á þessum fyrstu árum í íþróttum er mikilvægt að allir fái að njóta sín og hafa gaman. Það er einmitt uppleggið í þessum flotta hópi, að allir fái að njóta sín og vera hluti af heildinni.

Lykiláherslan í vetur hefur verið á mjúkboltaspil en það fyrirkomulag er bæði afar skemmtilegt og eykur skilning þeirra á hreyfingu með og án bolta. Einmitt vegna þessa áherslupunkta og þar sem við höfum spilað mjög lítið á heilan völl í fullum uppsettum liðum var enn skemmtilegra að sjá allt liðið í heild sinni blómstra á mótinu.

Sigurleikirnir urðu að lokum þrír ásamt einu jafntefli. Fögnuðurinn var ósvikinn eftir hvern sigurleikinn og hverju marki var fagnað vel og innilega. Þeir sem skipuðu bekkinn hverju sinni studdu þá sem inni á vellinum voru með klappi og söng. Harðarstoltið var svo sannarlega til staðar og gaman að sjá eininguna sem ríkti innan hópsins. Frábært. Einstaklega gaman að þjálfa þessa töffara.

Ferðin lengdist um einn dag líkt og hjá 4.flokknum sökum veðurs en Hafþór og Svavar eru eldri en tvævetur í þessu og sáu til þess að allt gekk snurðulaust fyrir sig. Virkilega flott fyrsta handboltaferðin hjá þessum yngstu iðkendum félagsins og við hreinlega óskum þeim til hamingju með að vera svo flottir fulltrúar Ísafjarðar og nágrennis, algjörlega óháð flottum úrslitum á mótinu sjálfu. Þetta eru svo sannarlega Harðarpúkar framtíðarinnar.

Úrslit leikjanna voru eftirfarandi:


Hörður-Fjölnir2=13-1
Hörður-Afturelding3=14-5
Hörður-HK Kór3=11-11
Hörður-Víkingur4=13-9


Ein heild, eitt lið. Hörður!

16. apríl 2013 - Ingvar Örn Ákason

4.flokkur lauk keppni í Eyjum

Hópurinn fyrir brottför frá Landeyjarhöfninni. Efri frá vinstri: Pétur, Hjalti, Jens, Jakob, Eggert, Hreinn. Neđri frá vinstri: Gísli, Friđrik.
Hópurinn fyrir brottför frá Landeyjarhöfninni. Efri frá vinstri: Pétur, Hjalti, Jens, Jakob, Eggert, Hreinn. Neđri frá vinstri: Gísli, Friđrik.
« 1 af 3 »
Flott lið Harðar í 4.flokki beið lægri hlut gegn virkilega góðu Eyjaliði í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins um helgina. Það var ljóst frá upphafi að á brattann yrði að sækja í þessari hörkuviðureign. Okkar lið lét það ekki á sig fá og var vel stemmt þegar flautað var til leiks.

ÍBV 24 - 13 Hörður (11-7)

Eyjamenn áttu heimaleikjaréttinn þar sem þeir enduðu í 3.sæti 1.deildar á meðan okkar lið inn í keppnina sem sjötta efsta liðið en Harðverjar unnu 2.deild með miklum yfirburðum. Leikurinn byrjaði á að við misstum boltann í fyrstu tveimur sóknunum en svo fór þetta að lagast og baráttan var til staðar í vörninni. Skot okkar manna voru ekki að rata á réttu staðina og mikið var um að skjóta beint á markið, smá stress í gangi en það lagaðist þegar leið á leikinn. Eyjamenn komust með harðfylgi í 7-3 en Harðarpúkarnir komu sterkir til baka og minnkuðu muninn í 7-6. Lokasprettur Eyjamanna fyrir hálfleikinn var góður og þeir fóru með fjögurra marka forystu, 11-17, inn í hálfleikinn.

Þar ræddum við saman þar sem allt var lagt á borðið og í sölurnar. Leikmenn voru staðráðnir í að minnka muninn og gefa allt sitt í verkefnið. Sem og þeir í raun gerðu að flestu leyti nema að leikmenn náðu aldrei að framkalla sinn besta leik enda ekki nógu vanir svona miklum spennuleikjum. Það breytist vonandi á næstu árum þegar þeir spila gegn sterkari liðum og verða sjálfir enn betri.

Lokaniðurstaðan gaf ekki alveg rétta mynd af leiknum að mínu mati en mjög sanngjarn heimasigur staðreynd, 24-13. Harðverjar geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðu vetrarins og ljóst að hægt er að byggja vel ofan á þetta í framtíðinni. Hörður1 og Hörður2 sameinast líklega í eitt stórt lið næsta vetur og þá ætti stemmningin að verða enn betri eftir heilan vetur þar sem allir fengu að spila alla leiki með fáa varamenn en það var einmitt ætlun vetrarins.

Markaskorarar Harðar í leiknum: Gísli Jörgen 6, Friðrik Þórir 2, Pétur 2, Jakob Jóhann 1, Hjalti Hermann 1, Eggert Karvel 1. Jens átti góðan leik í markinu og varði 16 skot en hann átti þar með 40% markvörslu. Piltarnir eiga að vera stoltir af sér.

Ferðin var flott í alla staði með Gísla Jón fararstjóra í broddi fylkingar en hópurinn hélt til Eyja frá Landeyjarhöfn á föstudagskvöldi eftir keyrslu frá Ísafirði fyrr um daginn. Stefnan var svo alltaf tekin á heimferð á sunnudeginum eftir gistingu á Hótel Hafnarfirði eina nótt en sú dvöl lengdist fram til mánudags þar sem ófært var á sunnudeginum. Það kom ekki að sök þar sem hópurinn hafði nóg fyrir stafni í ísrúntum, bíóferðum, stelpustússi, ömmubrönchum, stjórnmálaspjalli, Hjaltahittingum og fleira.

Ein heild. Eitt lið. Hörður!
10. apríl 2013 - Ingvar Örn Ákason

Úrslitakeppni 4.flokks og fyrsta mót 6.flokks

Deildarmeistarar Harđar ađ fagna titlinum fyrir skömmu
Deildarmeistarar Harđar ađ fagna titlinum fyrir skömmu
Helgina 12.-14.apríl næstkomandi munu tvö af okkar liðum vera á ferð og flugi, eða öllu heldur siglingu, þegar 4.flokkur heldur í úrslitakeppni til Vestmannaeyja og svo mun 6.flokkur leika á sínu fyrsta Íslandsmóti í Framheimilinu í Safamýri.

4.flokkurinn tryggði sér sæti í úrslitakeppni á meðal 8 bestu liða landsins með því að gjörsigra 2.deild B í þessum aldursflokki. Púkanna bíður ærið verkefni gegn ÍBV sem lenti í 3.sæti 1.deildar en efstu liðin í þeirri deild eru afar sterk. Okkar menn eru staðráðnir í að gera sitt besta og vonandi mun það fleyta liðinu áfram.

Leikur 4.flokks gegn ÍBV fer fram kl. 13:00 laugardaginn 13.apríl næstkomandi í Vestmannaeyjum.

6.flokkurinn leikur fjóra leiki sunnudagsmorguninn 14.apríl. Allir leikirnir fara fram í Framheimilinu í Safamýri og hefja okkar púkar leik kl. 08:30. Síðasti leikurinn er kl. 12:30 og því næst haldið heim á leið í Skutulsfjörðinn.

Áfram Hörður!


Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón