A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

17. desember 2008 - Stígur Sófusson

Úrslit úr Jólamóti Harđar

Á helginni fór fram árlegt jólamót Harðar og var keppt í 4 flokkum.

Mótið var hið skemmtilegasta að horfa á og mátti sjá margar fallegar glímu og falleg brögð.

Sigurvegarar mótsins voru:

10 ára og yngri strákar
Baldur Björnsson

11-12 ára strákar
Samúel Þórir Grétarsson

13-14 ára strákar
Sigurður Óli Rúnarsson

11-12 ára stelpur
Margrét Rún Rúnarsdóttir

Óskum við þeim til hamingju!!!


Hér eru svo heildarúrslit mótsins:

10 ára og yngri strákar
Baldur Björnsson 2 vinningar
Hrannar Sigurvinsson 0 vinningar

11-12 ára strákar
Samúel Þórir Grétarsson 3 vinningar
Elvar Ari Stefánsson 2,5+1 vinningar
Rúnar Örn Jónasson 2,5+0 vinningar
Sigurður Steinberg Stefánsson 1,5 vinningar
Hrólfur Ólafsson 0,5 vinningar

13-14 ára strákar
Sigurður Óli Rúnarsson 5 vinningar
Birkir Örn Stefánsson 4 vinningar
Anton Ingi Sveinsson 2+1 vinningar
Jóhann Jakop Friðriksson 2+0 vinningar
Hákon Óli Sigurðsson 1,5 vinningar
Ísak Valdimarsson 0,5 vinningar

11-12 ára stelpur
Margrét Rún Rúnarsdóttir 3 vinningar
Nína Dagrún Hermannsdóttir 1 vinningur
Katrín Dröfn Björnsdóttir 0 vinningar

einnig fengu verðlaun

Birkir Örn Stef'ánsson fyrir áhuga og ástundun
Ísak Valdimarsson fyrir Mestu framfarir

Glímustjórar: Marinó Hákonarson og Rúnar Þór Brynjólfsson
Ritari: Ingibjörg Ólafsdóttir
Tímavörður: Gunnar Örn Þorsteinsson
Yfirdómarar: Marinó Hákonarson og Rúnar Þór Brynjólfsson
Meðdómarar: Steinar Bjarki Marinósson, Stígur Berg Sophusson, Brynjólfur Örn Rúnarsson og Hermann Níelsson.

Við þökkum öllum sem mættu, svo og starfsfólki og keppendum, þetta var skemmtilegt mót.

Myndir frá mótinu koma inn á morgun.
12. desember 2008 - Stígur Sófusson

Nýr síđuhluti

Hákon Óli Sigurđsson fćr heiđurinn af ađ vera fyrsti mađurinn í viđtalinu.
Hákon Óli Sigurđsson fćr heiđurinn af ađ vera fyrsti mađurinn í viđtalinu.
Eins og þeir allra glöggustu hafa séð þá var ég að setja inn nýjan síðuhluta sem er "Viðtalið" þar verður tekið viðtal við alla krakka úr glímunni og býrt nýtt viðtal mánaðarlega.

Vonandi hafa bara allir gaman að því :).

Einnig bætti ég við Gestabók og hvet ég alla sem heimsækja síðuna að kvitta fyrir sig.

Einnig bætist óðum í tenglana og er margt skemmtilegt að skoða þar;)

sjáumst á morgun hress og kát á Torfnesi.
9. desember 2008 - Stígur Sófusson

Jólamót Harđar

Hart verđur barist á Torfnesi á Laugardaginn
Hart verđur barist á Torfnesi á Laugardaginn
Jólamót Harðar í glímu fer fram núna á Laugardaginn klukkan 13-15.

Keppendur verða margir og margir flokkar og má því búast við skemmtilegri keppni, keppt verður í aldursflokkum.

Allir Harðverjar 15 ára og yngri koma til með að taka þátt og vonum við að Ísfirðingar fjölmenni til að sjá afkomendur sína keppa í þessari glæsilegu þjóðaríþrótt.

28. nóvember 2008 - Stígur Sófusson

Myndir

Vigur skartar sínu fegursta
Vigur skartar sínu fegursta
Jæja það er farin að koma smá mynd á þetta hjá okkur.

Fyrsta albúmið er komið inn og það er glímusýning hjá Óla og Birkir þar sem þeir sýndu glímu fyrir ferðamenn á skemmtiferðaskipi inní Vigur.

Sýningarnar heppnuðust mjög vel og var fólk mjög ánægt og verður vonandi framhald af þessu á næsta ári.
25. nóvember 2008 - Stígur Sófusson

Allir ađ ćfa

Harđverjar á sýningu útí Danmörku
Harđverjar á sýningu útí Danmörku
Allt glímufólk hefur verið duglegt að æfa undanfarið og mikil gróska í þessu öllu saman.
Nú fer að styttast í mót hjá okkur í Herði en hið árlega jólamót verður haldið Laugardaginn 13. Des
Ég set inn upplýsingar um mótið þegar nær dregur.
Ásamt mótinu ætlum við þjálfarar að hafa vídjókvöld og svona skemmtilegheit áður en allir fara í jólafrí.

En ég hvet aftur alla foreldra til að láta mig vita ef þeir eru með myndir fyrir mig þá er ég með usb lykil fyrir þá til láta þær inná svo ég geti látið þær inná síðuna þegar hún er tilbúin en hún ætti að klárast í þessari viku!

Smelli hérna með mynd sem ég fékk senda úr Danmerkurferð Harðverja frá henni Þórey mömmu Patreks!
20. nóvember 2008 - Stígur Sófusson

Ný heimasíđa

myndataka um borđ í Ingólfi-2779
myndataka um borđ í Ingólfi-2779
jæja nú er ég búinn að fá kennslu á nýju heimasíðuna þannig að nú fer allt að gerast !!!

Ef foreldrar eða þið krakkar lumið á myndum frá glímumótum, ferðum eða æfingum endilega sendið mér þær á netfangið mitt : stigur_23@msn.com

nú erum við bara að ákveða hvernig við eigum að setja nýju síðuna upp og fáum svo snerpu til að hjálpa okkur með það og þá erum við bara í fullu fjöri!!

Sjáumst hress á næstu æfingu!
20. október 2008 - Ágúst Atlason

Velkomin

Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Harðar á Ísafirði. Eins og er er síðan í vinnslu en verður tilbúin á næstu dögum. Þá munu Glímudeildin og Handboltadeildin vera með síðu hérna.
Síđa 18 af 18
Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón