A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

12. maí 2014 - Ingvar Örn Ákason

Íslandsbankamótiđ klárađ međ glćsibrag

Flugeldasýning mótsins var flottur endapunktur á kvöldvöku og jafnframt löngum en skemmtilegum laugardegi
Flugeldasýning mótsins var flottur endapunktur á kvöldvöku og jafnframt löngum en skemmtilegum laugardegi
« 1 af 4 »

Íslandsbankamót Harðar var haldið hátíðlegt helgina 2.-4.maí. Keppnisstaðir voru Torfnes Ísafirði og íþróttahúsið í Bolungarvík. Liðin gistu í menntaskólanum á Ísafirði. Mótið var lokadeildarmót Íslandsmóts 5.flokks karla yngra ár veturinn 2013-2014. Flest lið landsins mættu til leiks fyrir utan örfá sem því miður náðu ekki í lið á lokasprettinum. Þau lið sem mættu fengu þó margt fyrir peninginn og skemmtu sér að því er við vonum mjög vel í góðu veðri og fallegu vestfjarðaumhverfinu.

Mýmargar hendur vinna gott verk á atburði sem þessum. Við reyndum að gera allt sem í okkar valdi stóð til að allir kæmu glaðir og færu enn glaðari heim. Margir hápunktar þessa flottu helgi en má þar meðal annars nefna fararstjórakvöld sem heppnaðist vel, kvöldvöku sem átti ýmis góð móment, flugeldasýning sem tók nokkurn tíma að hefjast en þegar hún hófst þá var hún brilliant, bíókvöld, um 1000 myndir sem teknar voru af mótinu og síðast en ekki síst allir glöðu leikmennirnir sem voru mættir til leiks og tilbúnir að spila handbolta af bestu getu og skemmta sér mikið þess á milli, njóta þess að vera fyrir vestan í góðu yfirlæti.

Við þökkum öllum keppendum, aðstandendum liðanna, sjálfboðaliðum mótsins sem stóðu vaktir á ritaraborði, í dómgæslu, í sjoppu og mötuneyti, ljósmyndurum, Lúlú, starfsmönnum Torfness og íþróttahússins í Bolungarvík, starfsfólki Menntaskólans á Ísafirði, Ísafjarðarbíói, Húsinu og loks öllum styrktaraðilum mótsins eins og t.d.: Íslandsbanka, Örnu, Kjarnafæði, Bakaranum, Gamla bakaríinu, Samkaup, Kjörís, Skeljungi og eflaust enn fleirum sem alltaf gleymast í svona klassískri upptalningu.

Allar myndir sem teknar voru á mótinu ásamt myndböndum, úrslitum leikja osfrv. má finna inná heimasíðu mótsins: Íslandsbankamót Harðar


Við þökkum öllum sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við uppsetningu mótsins kærlega fyrir hjálpina enda ljóst að svona mót getur orðið árlegur viðburður ef vel er staðið að málum. Takk fyrir okkur og takk fyrir komuna allir sem litu við!

 

Ein heild. Eitt lið. Hörður!

Skrifađu athugasemd:


Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón