A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

17. mars 2014 - Ingvar Örn Ákason

Fréttir úr handboltastarfinu

Félagarnir Eggert Karvel og Elías Ari sem báđir leika međ 4.flokki Harđar sýndu samheldni fyrir síđasta heimaleik og mćttu eins klćddir
Félagarnir Eggert Karvel og Elías Ari sem báđir leika međ 4.flokki Harđar sýndu samheldni fyrir síđasta heimaleik og mćttu eins klćddir
4.flokkur hefur staðið í ströngu að undanförnu en helgina 7.-9.mars voru leiknir 3 leikir á tæpum tveimur sólarhringum gegn Gróttu og svo 2x gegn ÍBV. Allir leikirnir gríðarlega erfiðir enda leikir gegn liðum í toppbaráttu efstu deildarinnar sem við Harðverjar leikum jú í.

Fyrstu tveir leikir helgarinnar, gegn Gróttu og fyrri leikurinn gegn ÍBV, voru í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik þar sem munurinn á liðunum í báðum tilvikum var einungis 2 mörk þegar flautað var til hálfleiks. Síga fór á erfiðari hlið leikjanna þegar leið á síðari hálfleikinn og öruggir sigrar andstæðinganna staðreynd. Liðið verður þó ekki sakað um að berjast ekki allan tímann. Stjörnunni ber að þakka fyrir gestrisnina að hýsa leiki okkar gegn ÍBV en þeir stukku inn með skömmum fyrirvara og björguðu okkur - glæsilegt samstarf þar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Um nýliðna helgi lék liðið svo hörkuleik heima í Torfnesi gegn flottu liði Hauka frá Hafnarfirði en gestirnir höfðu betur. Höfðingjar að taka á móti og verður gaman að mæta þeim aftur um komandi helgi. Síðasta keppnisferð 4.flokks þennan veturinn (þá orðnar 5 í heildina) fer fram helgina 21.-23.mars en liðið leikur þá þrjá leiki á rétt rúmum sólarhring. Liðið leikur tvo leiki á laugardegi, gegn Haukum og Aftureldingu og síðan einn leik á sunnudegi gegn Stjörnunni. 

5.flokkur leikur á túrneringu Íslandsmóts í lok þessa mánaðar, helgina 28.-30.mars. Mótið er haldið í Breiðholtinu og gestgjafarnir eru ÍR-ingar. Liðið mun í þessari ferð sem og í öðrum ferðum gista á Hótel Hafnarfirði þar sem vel fer um allan hópinn sem og fararstjóra. 

2.flokkur æfir af kappi fyrir lokaleiki tímabilsins gegn ÍBV sem fara fram í Reykjavík helgina 11.-13.apríl næstkomandi. Liður í því er einmitt vikulegur æfingaleikur á þriðjudagskvöldum gegn heldri mönnum félagsins þar sem þeir gömlu eiga einmitt montréttinn þessa vikuna sökum glæsts sigurs í síðasta leik.

Stjórn, yfirþjálfari og velunnarar vinna svo hörðum höndum þessa dagana að því að fínpússa skipulag fyrir Harðarmótið stóra í byrjun maí sem haldið verður á Ísafirði og í Bolungarvík.

Við minnum enn og aftur á Facebook-síðu Harðar en þar koma reglulega inn fréttir af leikjum, skýrslur, myndir og fleira sniðugt.

Ein heild. Eitt lið. Hörður.

Skrifađu athugasemd:


Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón