A A A
« Desember »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Atburđir

25. mars 2014 - Ingvar Örn Ákason

4.flokkur Harđar

Allir ferskir í 3ja tíma stoppinu í Skötufirđinum
Allir ferskir í 3ja tíma stoppinu í Skötufirđinum
4.flokkur Harðar hélt í einhverja lengstu keyrslu sögunnar þegar liðið hélt suður laugardaginn 22.mars síðastliðinn. Lagt var af stað kl. 09:00 undir skeleggri fararstjórn Ingibjargar og Halla. Mokstur var hafinn og veðrið frábært. Þegar inn í Skötufjörð var komið og búið að keyra á 20km hraða fyrir aftan snjóruðningstæki í dágóðan tíma komu tækin að snjóflóði sem fallið hafði þessa tvo moksturslausu daga á undan. Tækin komust ekki í gegn og 3ja tíma bið hófst eftir hjólaskóflugröfu (eða hvað þetta batterí heitir) sem ætlaði að "bruna" frá Súðavík.

Fólk viðraði sig og spókaði í góða veðrinu á meðan og allir léttir í lund. Eftir góða 10 tíma frá upphafi ferðalags í Torfnesi komst liðið loks á leiðarenda þar sem leikur hófst skömmu síðar gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Virkilega erfiður leikur og ferðalagið sat í piltunum sem sáu aldrei til sólar. Eftir leik var haldið í Dominospizzu og beint þar á eftir var skundað í Egilshallarbíó. Hópurinn var því ansi þreyttur og lúinn þegar hann loksins komst á beddann á Hótel Hafnarfirði eftir miðnættið. 

Sunnudagurinn hófst á morgunverði á hótelinu. Því næst var stefnan tekin á Ásvelli þar sem mjög sterkt og flott lið Hauka beið okkar. Mun betri leikur af hálfu Harðar heldur en kvöldið áður en heimamenn reyndust þó mun sterkari þegar á heildina var litið og unnu öruggan sigur. Lokaleikur helgarinnar fór fram í Mýrinni í Garðabæ en leikið var gegn Stjörnunni sem þurfti á góðri markatölu að halda á meðan það vantaði allan neista í Harðarpúkana sem á þessum tímapunkti voru líklega farnir að hlakka til heimferðar. 

Eftir stutt nestiskaupastopp í Hagkaup hélt hópurinn í 8 tíma ferðalag heim í Skutulsfjörðinn en alltaf er jafn ljúft að sjá eyrina blasa við sér þegar maður rennur inn fyrir hornið á Arnarnesinu.

Minnum enn og aftur á Facebook-síðu Harðar þar sem myndaseríur frá ferðalaginu eru komnar inn og meðal annars má þar finna myndina sem fylgir þessari frétt: Ellen mynd hópsins! #óskarsselfietýpan 

Skrifađu athugasemd:


Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón