A A A
« Janúar »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Atburđir

24. september 2014 - Ingvar Örn Ákason

Ćfingar hafnar

Æfingar eru nú komnar á fullt. Þjálfari er Grétar Eiríksson. Æfingar eru á svohljóðandi tímum:

2. fl. / mfl. – iðkendur eldri en 4. fl.

4. fl. iðkendur fæddir 1998, 1999 og 2000.

5. fl. 2001 og 2002

6. fl. 2003 og 2004

7. fl. 2005 og 2006

8. fl. (aldursskipt innan flokks) 2007, 2008, 2009.

Allir nýjir iðkendur fá Harðarbúning þegar þeir hafa greitt æfingagjöld. Æfingagjöld verða rukkuð í byrjun nóvember. Þeir iðkendur sem þurfa nýja búninga eiga að snúa sér til stjórnar félagsins.

Mfl. / 2. fl. – mánudagar 20:00 – 21:20 / fimmtudagar 20:40 – 22:00

4. fl. 1998/1999/2000: Þriðjudaga kl 19:20-20:40, Fimmtudagar kl 17:20-18:40, föstudagar kl 16.00-17.20 sunnudagar kl 14-15.

5. fl. 2001/2002:  Þriðjudaga kl. 15-16, miðvikudagar kl. 15.20-16.00, föstudagar kl. 17.20-18.20, sunnudagar kl. 13-14.

6. fl. 2003/2004:  Þriðjudaga kl. 14–15, miðvikudagar kl. 14-14.40, föstudagar kl. 17.20-18.20

7. fl. 2005/2006: miðvikudagar kl. 14.40-15.20

8. fl. 2007/2008/2009: sunnudagar kl 12-13. 

Upplýsingar um æfingatíma eða annað má nálgast á facebook síðu hkd. sjá hér: http://www.facebook.com/hordur.isafjordur

Engin æfingagjöld eru í fyrir iðkendur í 4. bekk og yngri. Allir iðkendur fá búning frá félaginu.

12. maí 2014 - Ingvar Örn Ákason

Íslandsbankamótiđ klárađ međ glćsibrag

Flugeldasýning mótsins var flottur endapunktur á kvöldvöku og jafnframt löngum en skemmtilegum laugardegi
Flugeldasýning mótsins var flottur endapunktur á kvöldvöku og jafnframt löngum en skemmtilegum laugardegi
« 1 af 4 »

Íslandsbankamót Harðar var haldið hátíðlegt helgina 2.-4.maí. Keppnisstaðir voru Torfnes Ísafirði og íþróttahúsið í Bolungarvík. Liðin gistu í menntaskólanum á Ísafirði. Mótið var lokadeildarmót Íslandsmóts 5.flokks karla yngra ár veturinn 2013-2014. Flest lið landsins mættu til leiks fyrir utan örfá sem því miður náðu ekki í lið á lokasprettinum. Þau lið sem mættu fengu þó margt fyrir peninginn og skemmtu sér að því er við vonum mjög vel í góðu veðri og fallegu vestfjarðaumhverfinu.

Mýmargar hendur vinna gott verk á atburði sem þessum. Við reyndum að gera allt sem í okkar valdi stóð til að allir kæmu glaðir og færu enn glaðari heim. Margir hápunktar þessa flottu helgi en má þar meðal annars nefna fararstjórakvöld sem heppnaðist vel, kvöldvöku sem átti ýmis góð móment, flugeldasýning sem tók nokkurn tíma að hefjast en þegar hún hófst þá var hún brilliant, bíókvöld, um 1000 myndir sem teknar voru af mótinu og síðast en ekki síst allir glöðu leikmennirnir sem voru mættir til leiks og tilbúnir að spila handbolta af bestu getu og skemmta sér mikið þess á milli, njóta þess að vera fyrir vestan í góðu yfirlæti.

Við þökkum öllum keppendum, aðstandendum liðanna, sjálfboðaliðum mótsins sem stóðu vaktir á ritaraborði, í dómgæslu, í sjoppu og mötuneyti, ljósmyndurum, Lúlú, starfsmönnum Torfness og íþróttahússins í Bolungarvík, starfsfólki Menntaskólans á Ísafirði, Ísafjarðarbíói, Húsinu og loks öllum styrktaraðilum mótsins eins og t.d.: Íslandsbanka, Örnu, Kjarnafæði, Bakaranum, Gamla bakaríinu, Samkaup, Kjörís, Skeljungi og eflaust enn fleirum sem alltaf gleymast í svona klassískri upptalningu.

Allar myndir sem teknar voru á mótinu ásamt myndböndum, úrslitum leikja osfrv. má finna inná heimasíðu mótsins: Íslandsbankamót Harðar


Við þökkum öllum sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt við uppsetningu mótsins kærlega fyrir hjálpina enda ljóst að svona mót getur orðið árlegur viðburður ef vel er staðið að málum. Takk fyrir okkur og takk fyrir komuna allir sem litu við!

 

Ein heild. Eitt lið. Hörður!

7. maí 2014 - Ingvar Örn Ákason

Sigur í lokaleik tímabilsins

Markaskor okkar manna og svo varđi Jens virkilega vel í markinu en hann var međ um 45% markvörslu!
Markaskor okkar manna og svo varđi Jens virkilega vel í markinu en hann var međ um 45% markvörslu!
Lokaleikur 4.flokks fór fram í síðustu viku. Undirbúningur fyrir verkefni ársins hjá hkd. Harðar, Íslandsbankamótið víðfræga, var í fullum gangi og því gleymdist að rita um leikinn hér. Í staðinn fyrir einhverja frétt um leikinn var ákveðið af fréttariturum síðunnar að taka upp þráðinn frá Facebook-síðu þjálfarans og hefur hann hér með orðið en eftirfarandi ritaði hann skömmu eftir leik:

Skýrsla dagsins í síðasta sinn þennan veturinn. Væri til í að skrifa ansi margt væmið akkurat núna enda sjaldan eða aldrei verið jafn stoltur af einhverri frammistöðu handboltaliðs á mínum vegum í þessi góðu 9 ár sem þjálfari. Þvílíkt stoltur af strákunum sem hafa spilað heilan vetur í erfiðri 1.deild 4.flokks eldri og leikið fyrir daginn í dag 21 leik í röð án sigurs. Langbesti leikur vetrarins v
ar leikinn fyrr í kvöld þegar fyrsti sigurinn kom í hús á besta tíma - í lokaleik tímabilsins! Þvílíkir fagmenn!

Ein heild. Eitt lið. Hörður!

p.s. já, ég varð smá klökkur í lokin. Mikil vinna að baki og við sem heild höfum lagt mikið á okkur við að bæta okkur með hverjum leiknum þó úrslitin hafi ekki dottið okkar megin hingað til. Auðveldast í heimi hefði verið að gefa enn einn leikinn frá okkur og tapa bara öllum 22 leikjunum í deild hinna bestu. En liðið þjappaði sér saman og gerði ansi vel í að enda tímabilið á þennan hátt. 

Meistarar, fagmenn og toppnáungar, allir sem einn! Takk fyrir góðan leik piltar og innilega til hamingju með þetta! Fallegt að enda deildina á þessum nótum og virkilega gaman að sjá stolta Harðarpúkana glaða í leikslok. Enn og aftur:

Ein heild. Eitt lið.
30. apríl 2014 - Ingvar Örn Ákason

LOKAÚTKALL 4.FLOKKS

Mynd af 4.flokks piltunum frá fyrsta handboltamótinu ţeirra í 5.flokki
Mynd af 4.flokks piltunum frá fyrsta handboltamótinu ţeirra í 5.flokki
Lokaútkall 4.flokks karla! 

Við viljum sjá þig á vellinum á þessum síðasta leik tímabilsins í kvöld í Harpixhöllinni Torfnesi kl. 18:00. Dómaraparið er ekki af verri endanum en þeir Svenni og Salmar dæma þetta og Lena og co. verða á klukkunni að venju. Balli Vigur ætlar að munda fallbyssuna, Binni Krull æsir í stúkunni og svo er aldrei að vita nema Bragi formaður verði með skemmtiatriði í hálfleik.

Liðið hefur búið til event á leikinn á Facebook sem við hvetjum alla til að deila með sínu fólki. Eventinn má finna á eftirfarandi slóð: https://www.facebook.com/events/564319647000203 

Mætum öll á leikinn og hitum upp fyrir stærstu handboltaveislu sem haldin hefur verið á Vestfjörðum þegar Íslandsbankamótið verður haldið helgina 2.-4.maí í Torfnesi og í Bolungarvík. Nánar um það mót hér: https://www.facebook.com/islandsbankamot 

Sjáumst hress!

Ein heild. Eitt lið. Hörður.
24. apríl 2014 - Ingvar Örn Ákason

4.flokkur leikur föstudaginn 25.apríl

Ţessir vösku piltar verđa í eldlínunni föstudaginn 25.apríl
Ţessir vösku piltar verđa í eldlínunni föstudaginn 25.apríl
Næst síðasti heimaleikur Harðar á tímabilinu er kl. 15:00 föstudaginn 25.apríl en leikið er í Harpixhöllinni Torfnesi.

Við viljum fá alla sem vettlingi geta valdið á völlinn. Ein heild. Eitt lið. Hörður!

Eftirfarandi er hlekkur á Facebook-event fyrir leikinn: https://www.facebook.com/events/859888737360020/ 

EIn heild. EItt lið. Hörður!
15. apríl 2014 - Ingvar Örn Ákason

2.flokkur lauk leik í Kórnum

Sigurđur Óli, Axel, Eggert Karvel og Ásgeir Hinrik hressir á bílaplani KV-park í upphafi keppnishelgarinnar
Sigurđur Óli, Axel, Eggert Karvel og Ásgeir Hinrik hressir á bílaplani KV-park í upphafi keppnishelgarinnar
2.flokkur Harðar lék síðustu tvo leiki sína í 2.deild Íslandsmótsins þetta tímabilið um nýliðna helgi. Báðir leikirnir voru leiknir gegn flottu liði ÍBV en ákveðið var að leika þá báða á hlutlausum völlum á höfuðborgarsvæðinu. Útileikurinn var leikinn í Víkinni á laugardag og heimaleikurinn í Kórnum á sunnudag.

Fyrri leikurinn var líklega besti leikur liðsins í vetur, sérstaklega fyrri hálfleikur þar sem okkar menn voru tveimur mörkum yfir, 16-18. Eftir að Ásgeir var tekinn úr umferð fór aðeins að halla undan fæti og Eyjamenn gengu á lagið. 10 marka tap varð að lokum staðreynd þrátt fyrir hetjulega baráttu okkar manna sem mættu ekki fullmannaðir suður þar sem ekki allir áttu kost á að koma með í ferðina og tveir piltar úr 4.flokki léku til að mynda með og stóðu sig gífurlega vel.

Síðari leikurinn varð aldrei leikur þar sem okkar menn mættu varla til leiks. Furðuleg lokaleikjastemning myndaðist og það var ljóst frá upphafsflauti leiksins að alvaran myndi ekki ráða ríkjum á þessum síðustu 60 mínútum keppnistímabilsins. Eyjamenn unnu þennan leik mjög sannfærandi en Harðverjar sáu varla til Sóla(r) í þessum óhefðbundna leik. 

Flokkurinn þakkar fyrir stuðninginn á tímabilinu en strax eftir páskafrí hefst undirbúningur næsta tímabils þar sem stefnan er sett á að enda 2.flokksferil nokkurra leikmanna flokksins á jákvæðum nótum með hörkuvetri. Liðið þakkar Eyjamönnum fyrir leikina um helgina, góðum ritara gestanna fyrir góð ritarastörf í báðum leikjum og dómarapörum helgarinnar fyrir vel unnin störf.

Enn og aftur minnum við gesti, gangandi, lesendur osfrv. á okkar ágætu Facebook-síðu: www.facebook.com/hordur.isafjordur þar sem myndir frá leikjum og ferðum, leikskýrslur og fleira má finna. 

Ein heild. Eitt lið. Hörður!
2. apríl 2014 - Ingvar Örn Ákason

5.flokkur Harđar

Mynd úr leik liđsins gegn ÍBV í Austurbergi laugardaginn 29.apríl
Mynd úr leik liđsins gegn ÍBV í Austurbergi laugardaginn 29.apríl
Púkarnir í 5.flokki héldu á flott mót ÍR-inga í Breiðholti um síðastliðna helgi. Mikið stuð var í mannskapnum sem fór með 9 manna bílnum frá Torfnesi eftir hádegið á föstudag. Kristján sat undir stýri og hélt utan um hópinn fyrir sunnan af stakri snilld. Ferðin var skemmtileg í alla staði og gleðin skein af piltunum sem allir hlakka til Vestfjarðamótsins í maí næstkomandi.

Piltarnir léku fjóra leiki í Austurbergi á laugardag þar sem einn leikur vannst, tveir töpuðust naumlega og fjórði leikurinn var erfiðari en hinir. Þegar litið var til baka höfðu allir fengið að spreyta sig og liðið sem heild hafði bætt sig fyrir komandi átök á næstu vikum og mánuðum. Það er lykilatriði að piltunum finnist gaman og njóti þess að bæta sig í þessum skemmtilega leik sem handboltinn svo sannarlega er.

Myndaalbúm frá ferðalaginu og mótinu má finna á títtnefndri Facebook-síðu Harðar, allir að kíkja þangað ;)

Ein heild. Eitt lið. Hörður!
25. mars 2014 - Ingvar Örn Ákason

4.flokkur Harđar

Allir ferskir í 3ja tíma stoppinu í Skötufirđinum
Allir ferskir í 3ja tíma stoppinu í Skötufirđinum
4.flokkur Harðar hélt í einhverja lengstu keyrslu sögunnar þegar liðið hélt suður laugardaginn 22.mars síðastliðinn. Lagt var af stað kl. 09:00 undir skeleggri fararstjórn Ingibjargar og Halla. Mokstur var hafinn og veðrið frábært. Þegar inn í Skötufjörð var komið og búið að keyra á 20km hraða fyrir aftan snjóruðningstæki í dágóðan tíma komu tækin að snjóflóði sem fallið hafði þessa tvo moksturslausu daga á undan. Tækin komust ekki í gegn og 3ja tíma bið hófst eftir hjólaskóflugröfu (eða hvað þetta batterí heitir) sem ætlaði að "bruna" frá Súðavík.

Fólk viðraði sig og spókaði í góða veðrinu á meðan og allir léttir í lund. Eftir góða 10 tíma frá upphafi ferðalags í Torfnesi komst liðið loks á leiðarenda þar sem leikur hófst skömmu síðar gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Virkilega erfiður leikur og ferðalagið sat í piltunum sem sáu aldrei til sólar. Eftir leik var haldið í Dominospizzu og beint þar á eftir var skundað í Egilshallarbíó. Hópurinn var því ansi þreyttur og lúinn þegar hann loksins komst á beddann á Hótel Hafnarfirði eftir miðnættið. 

Sunnudagurinn hófst á morgunverði á hótelinu. Því næst var stefnan tekin á Ásvelli þar sem mjög sterkt og flott lið Hauka beið okkar. Mun betri leikur af hálfu Harðar heldur en kvöldið áður en heimamenn reyndust þó mun sterkari þegar á heildina var litið og unnu öruggan sigur. Lokaleikur helgarinnar fór fram í Mýrinni í Garðabæ en leikið var gegn Stjörnunni sem þurfti á góðri markatölu að halda á meðan það vantaði allan neista í Harðarpúkana sem á þessum tímapunkti voru líklega farnir að hlakka til heimferðar. 

Eftir stutt nestiskaupastopp í Hagkaup hélt hópurinn í 8 tíma ferðalag heim í Skutulsfjörðinn en alltaf er jafn ljúft að sjá eyrina blasa við sér þegar maður rennur inn fyrir hornið á Arnarnesinu.

Minnum enn og aftur á Facebook-síðu Harðar þar sem myndaseríur frá ferðalaginu eru komnar inn og meðal annars má þar finna myndina sem fylgir þessari frétt: Ellen mynd hópsins! #óskarsselfietýpan 
17. mars 2014 - Ingvar Örn Ákason

Fréttir úr handboltastarfinu

Félagarnir Eggert Karvel og Elías Ari sem báđir leika međ 4.flokki Harđar sýndu samheldni fyrir síđasta heimaleik og mćttu eins klćddir
Félagarnir Eggert Karvel og Elías Ari sem báđir leika međ 4.flokki Harđar sýndu samheldni fyrir síđasta heimaleik og mćttu eins klćddir
4.flokkur hefur staðið í ströngu að undanförnu en helgina 7.-9.mars voru leiknir 3 leikir á tæpum tveimur sólarhringum gegn Gróttu og svo 2x gegn ÍBV. Allir leikirnir gríðarlega erfiðir enda leikir gegn liðum í toppbaráttu efstu deildarinnar sem við Harðverjar leikum jú í.

Fyrstu tveir leikir helgarinnar, gegn Gróttu og fyrri leikurinn gegn ÍBV, voru í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik þar sem munurinn á liðunum í báðum tilvikum var einungis 2 mörk þegar flautað var til hálfleiks. Síga fór á erfiðari hlið leikjanna þegar leið á síðari hálfleikinn og öruggir sigrar andstæðinganna staðreynd. Liðið verður þó ekki sakað um að berjast ekki allan tímann. Stjörnunni ber að þakka fyrir gestrisnina að hýsa leiki okkar gegn ÍBV en þeir stukku inn með skömmum fyrirvara og björguðu okkur - glæsilegt samstarf þar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Um nýliðna helgi lék liðið svo hörkuleik heima í Torfnesi gegn flottu liði Hauka frá Hafnarfirði en gestirnir höfðu betur. Höfðingjar að taka á móti og verður gaman að mæta þeim aftur um komandi helgi. Síðasta keppnisferð 4.flokks þennan veturinn (þá orðnar 5 í heildina) fer fram helgina 21.-23.mars en liðið leikur þá þrjá leiki á rétt rúmum sólarhring. Liðið leikur tvo leiki á laugardegi, gegn Haukum og Aftureldingu og síðan einn leik á sunnudegi gegn Stjörnunni. 

5.flokkur leikur á túrneringu Íslandsmóts í lok þessa mánaðar, helgina 28.-30.mars. Mótið er haldið í Breiðholtinu og gestgjafarnir eru ÍR-ingar. Liðið mun í þessari ferð sem og í öðrum ferðum gista á Hótel Hafnarfirði þar sem vel fer um allan hópinn sem og fararstjóra. 

2.flokkur æfir af kappi fyrir lokaleiki tímabilsins gegn ÍBV sem fara fram í Reykjavík helgina 11.-13.apríl næstkomandi. Liður í því er einmitt vikulegur æfingaleikur á þriðjudagskvöldum gegn heldri mönnum félagsins þar sem þeir gömlu eiga einmitt montréttinn þessa vikuna sökum glæsts sigurs í síðasta leik.

Stjórn, yfirþjálfari og velunnarar vinna svo hörðum höndum þessa dagana að því að fínpússa skipulag fyrir Harðarmótið stóra í byrjun maí sem haldið verður á Ísafirði og í Bolungarvík.

Við minnum enn og aftur á Facebook-síðu Harðar en þar koma reglulega inn fréttir af leikjum, skýrslur, myndir og fleira sniðugt.

Ein heild. Eitt lið. Hörður.
4. mars 2014 - Ingvar Örn Ákason

Tveir Harđverjar bikarmeistarar í 2.flokki

Valsmenn sáttir
Valsmenn sáttir
« 1 af 4 »
Valsmenn sigruðu á dögunum Aftureldingu í úrslitaleik Coca Cola bikars 2.flokks karla. Leikar enduðu 34-33 Valsmönnum í hag eftir framlengdan frábæran leik. Tveir Harðverjar (sem voru á láni frá Val) fengu medalíu fyrir sína þátttöku í bikarævintýri vetrarins hjá Val en þeir spiluðu reyndar ekki sjálfan úrslitaleikinn. 

Baldvin Fróði Hauksson og Stefán Pétur Gunnarsson stóðu sig gífurlega vel með Herði á meðan lánssamningi stóð og voru lykilmenn í að koma liðinu í séns gegn ÍR og Víkingum en fyrri leikirnir gegn þessum liðum sem leiknir voru án tvímenninganna enduðu báðir mjög illa.

Við óskum Baldvini, Stefáni og vinafélagi okkar Val, innilega til hamingju með glæstan bikarsigur en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var ekkert lítið stórskotalið á bakvið þjálfun liðsins í úrslitaleiknum.
Fyrri síđa
1
234567161718Nćsta síđa
Síđa 1 af 18
Eldri fćrslur

Fréttir

Vefir ađildarfélaga HSV

Vefumsjón